Við viljum að þú ráðir

Pírata fréttir

1. tbl af Plankinn – Fréttabréf

Hér kemur fyrsta tölublað af Plankanum fréttabréfi Pírata. Fyrir Hönd Fjölmiðlunarhóps langar mig að þakka Kristínu Elfu Guðnadóttur, ritstjóra Plankans ásamt öllum sem komu að útgáfu hans kærlega fyrir vel unnið verk og skemmtilegt samstarf. Bestu kveðjur, Jónas Ingólfur Lövdal Plankinn_Frettabref_1.tbl.1.arg.mai.2016 Nánar

Heimsókn til Pírata á Norðausturlandi

Nýráðin framkvæmdastýra Pírata, Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir og nýliðafulltrúarnir Bergþór Heimir Þórðarson og Jónas Ingólfur Lövdal fóru á fund norðanmanna í gær. Haldinn var nýliðafundur á Akureyri sem mældist vel fyrir. Í kvöld verður fundur á Egilsstöðum, Hugvangi, Kaupvangi 6. Á þessum fundi er fluttur kynningarfyrirlestur um innviði og stefnumótunarferli flokksins. Að fyrirlestri og spurningum tengdum […] Nánar

Yfirlýsing frá Pírötum á Norðausturlandi

Stjórn Pírata á Norðausturlandi gagnrýnir harðlega orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, að engin ástæða sé til að að kosningar til Alþingis fari fram í haust. Það ætti að vera óþarft að rifja upp þá atburðarás sem varð til þess að Sigmundur Davíð hrökklaðist úr starfi forsætisráðherra í byrjun apríl og ákvörðun um […] Nánar

Ný stjórn Pírata á Vesturlandi

Grundarfjörður – 21. maí 2015 Aðalfundur Píratar á Vesturlandi var haldinn laugardaginn 21. maí á Grundarfirði. Mæting var góð og ný stjórn kosin ásamt nýjum formanni. Fundurinn var haldinn á Grundarfirði, til heiðurs nýjasta aðildarfélagi flokksins, Pírötum í Grundarfjarðarbæ. Mikil spenna ríkti við kjör á nýrri stjórn flokksins og formanni, enda ekki á hverjum degi […] Nánar

Áhöfn óskast í undirbúning prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu!

Stjórnir Pírata á höfuðborgarsvæðinu auglýsa eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við undirbúning prófkjörs. Félög Pírata í Reykjavík og Pírata í Suðvesturkjördæmi hafa sammælst um samvinnu í prófkjörum kjördæmanna. Því eru öll þau sem vilja hjálpa til með prófkjörin á höfuðborgarsvæðinu beðin um að senda fullt nafn, símanúmer og tölvupóstfang á reykjavik@piratar.is. Þetta gildir hvort sem […] Nánar
Older news

Grunnstefnan á táknmáli

Pírata blogg

Blogg Þingflokkur