Um Pírata

Píratar eru ungt, alþjóðlegt stjórnmálaafl sem berst fyrir raunverulegu gegnsæi og ábyrgð í stjórnkerfinu, auknu aðgengi að upplýsingum, beinu lýðræði, upplýsingafrelsi og endurskoðun höfundarréttar. Það hefur lengi verið mikil þörf á nýjum flokki sem leggur áherslu á upplýsingamál, tæknimál, friðhelgi einkalífsins og tjáningarfrelsi útfrá 21stu öldinni.

  • Gagnsæi
  • Ábyrgð
  • Friðhelgi einkalífsins
  • Upplýsingafrelsi
  • Beint lýðræði

 

Alþjóðlega pólitíska hreyfing Pírata var stofnuð í Svíþjóð árið 2006, en í kjölfarið hafa verið stofnaðar flokkar Pírata í yfir 60 löndum. Frá stofnun hefur píratahreyfingin fengið aukið vægi á meðal almennings vegna þess að flestir nota netið í dag í sínu daglega lífi og eiga sitt annað lögheimili þar. Löggjöf um stafrænt frelsi hefur ekki haldist í hendur við þann veruleika að persónulegar upplýsingar og netnotkun spila sífellt stærra hlutverk í lífi hvers og eins. Því er mikilvægt að verndun mannréttinda í net- og raunheimum haldist í hendur. Píratapartýið er vettvangur fyrir alla sem vilja taka þátt í að móta samfélag sitt í raun- og netheimum og ræða breytingar á frjálsan og óheftan hátt með aðstoð tækninnar fyrir opnum tjöldum.

Kynntu þér málið

Vertu með

Vertu vinur á Facebook og taktu þátt í umræðunni!

Allir fundir félagsins eru opnir, þér er velkomið að mæta og kynnast okkur. Umræður eiga sér einnig stað á Internetinu og kosningar um frambjóðendur og stefnumál fara fram í opnu lýðræðiskerfi okkar á x.piratar.is.

 

Styrkja má félagið með fjárframlögum:

Kennitala: 461212-0690
Reikningsnûmer: 1161-26-4612